Markmið Núið Vídeó : Markmið

Margrét Lára Viðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu setur sér á hverju ári tvennskonar markmið, annað snýr að knattspyrnunni en hitt að henni sjálfri sem manneskju.

Ég er mjög fylgjandi því að fólk setji sér markmið í lífinu. Þá er ég ekki aðeins að tala um íþróttamenn, stjórnendur fyrirtækja, listamenn eða annað framafólk, heldur alla. Ég hef persónulega mjög jákvæða upplifun af því að setja mér mín eigin markmið og hef sett mér mjög mörg í lífinu. Flestum þeirra hef ég náð. Á hverju ári hef ég lagt í vana minn að setja mér alltaf tvennskonar markmið. Annað þeirra snýr að knattspyrnunni en hitt að mér sem manneskju. Nýlega varð ég svo lánsöm að hafa fengið það hlutverk að verða móðir og er það er minn nýi markmiðavettvangur.Þetta vefsvæði byggir á Eplica