Hvalasafnið

Fyrirtækið Vídeó : Samhæfð sundtök

Fimm dögum fyrir ráðgerða opnun hvalasýningarinnar Whales of Iceland varð bruni á sýningunni. Sýningin hafði verið vel tryggð og með hjálp góðs fólks voru hvalalíkönin endurreist og heimurinn sem okkur er annars svo hulinn opnaður.

Hvalasýningin Whales of Iceland, var opnuð í febrúar 2015 en sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu.  Undirbúningur sýningarinnar gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Upphaflega hafði verið ráðgert að opna sýninguna í september ári áður en fimm dögum fyrir ráðgerða opnun urðu sýningarhaldarar fyrir miklu áfalli þegar bruni varð á sýningunni. Öllu hafði verið til tjaldað og eftirvæntingin fyrir opnun sýningarinnar mikil og því um mikið reiðarslag að ræða. Þrátt fyrir brunann stefndu aðstandendur sýningarinnar ótrauð áfram og náðu með mikilli eljusemi að opna sýninguna um hálfu ári síðar. Að sögn Sædísar Guðmundsdóttur ,framkvæmdastjóra sýningarinnar, var góður undirbúningur lykillinn að því vinna sig uppúr svo stóru áfalli ásamt öllu því góða fólki sem lagði hönd á plóg. Sýningin hafði verið vel tryggð og með hjálp góðs fólks voru hvalalíkönin endurreist og heimurinn sem okkur er annars svo hulinn opnaður.Þetta vefsvæði byggir á Eplica